Hundrað leikja byrjunarliðið frá Tampere Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 06:00 Hólmfríður bættist í hundrað leikja klúbbinn á mánudag. Vísir/Vilhelm Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Tampere í Finnlandi, 24. ágúst 2009. Tímamótadagur og staður fyrir íslensku fótboltalandsliðin þegar stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu spiluðu sinn fyrsta leik A-landsliðs Íslands í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta. Tæpu ári seinna varð fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fyrst íslenskra kvenna til að spila hundrað landsleiki fyrir Ísland og frá þeim tíma hafa síðan fimm bæst í hópinn. Allar eiga það sameiginlegt með Katrínu að hafa gengið fylktu liði inn á Ratina Stadion í Tampere fyrir sex árum. Fjórar hafa bæst í hópinn á síðustu tveimur árum og síðustu tvær voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í haustleikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Eftir hundraðasta landsleik Hólmfríðar Magnúsdóttur í Slóveníu í fyrrakvöld er staðan sú að meira en helmingur af umræddu byrjunarliði hefur fengið inngöngu í klúbbinn. Við getum líka farið að telja niður þar til sú sjöunda bætist í hópinn en hin 25 ára gamla Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn 87. landsleik í Slóveníu. Íslenska liðið spilar fimm leiki í undankeppninni á næsta ári og við bætast væntanlega samtals átta leikir í Algarve-bikarnum 2016 og 2017. Sara gæti komist í hópinn snemma árs 2017 þegar íslensku stelpurnar eru vonandi að undirbúa sig fyrir þriðja EM í röð. Eftir standa fjórar úr umræddu byrjunarliði sem ekki komast í hundrað leikja klúbbinn. Bakvörðurinn Erna Björk Sigurðardóttir og miðvörðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir voru óheppnar með meiðsli, þá er Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 30 leikjum frá stóra takmarkinu en landsliðsferill hennar er á enda runninn.Grafík/VísirEftir stendur Katrín Ómarsdóttir sem hefur verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að undanförnu. Hólmfríður bættist einnig í hóp þeirra fimm sem hafa fagnað sigri í stóra tímamótaleiknum en allar sem hafa verið í byrjunarliði í hundraðasta leiknum hafa haft fleiri en eina ástæðu til brosa í leikslok. Hólmfríður fékk að vísu bara hálftíma en náði á þeim tíma að leggja upp mark og hjálpa íslenska liðinu að komast í 2-0 á útivelli. Katrín Jónsdóttir, fyrsta konan í klúbbnum, skoraði í sínum tímamótaleik og er sú eina sem hefur náð því. Eftir þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum er Margrét Lára komin með 75 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar nú 25 mörk til að hafa skorað hundrað mörk. Það hefur tekið Margréti 45 landsleiki að skora síðustu 25 mörk sín og því þarf hún að halda dampi og leika fimmtíu landsleiki til viðbótar til að komast líka í hundrað marka klúbbinn. Það eru litlar líkur á því að það takist eða svona álíka miklar og að einhver muni ná að bæta markamet hennar í framtíðinni. Nú, þegar fjórar af sex í hundrað leikja klúbbnum hafa skellt skónum upp á hillu er það raunhæfara markmið hjá Margréti Láru að bæta leikjamet Katrínar Jónsdóttur en til þess þarf þessi mikla markadrottning að spila 32 leiki til viðbótar. Þá hefur Hólmfríður örugglega ekki sagt sitt síðasta þótt hún sé tveimur árum eldri en Margrét Lára enda bara tveimur leikjum á eftir. Katrín spilaði í rúm þrjú ár eftir hundraðasta leikinn en bæði Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir hættu eftir hundrað leikja árið sitt. Við vonum að Margrét Lára og Hólmfríður fórni sér fyrir Ísland í nokkur ár til viðbótar.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira