Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2015 19:58 Dagur Kári Pétursson þakkar hér fyrir sig á samkomu Norðurlandaráðs í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Vísir/Anton Brink Dagur Kári Pétursson hlaut í kvöld kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Fúsa. Benedikt Erlingsson afhenti Degi Kára verðlaunin en hann hlaut fyrstur Íslendinga kvikmyndaverðlaunin í fyrra fyrir myndina Hross í oss. Dagur Kári fær að launum 7,5 milljónir íslenskra króna að launum fyrir að hljóta þessi verðlaun. Hann sagði verðlaunaféð hafa komið á besta tíma því hann skuldi svo mikið skatt.Eftirfarandi hlutu verðlaun Norðurlandaráðs í kvöld:Bókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsJon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið Trilogien:Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Verkið sem hlýtur bókmenntaverðlaunin að þessu sinni er óvenju gott dæmi um formræna nýsköpun og umfjöllunarefni sem snertir lesandann þvert á tíma og rúm. Hér er á ferð tímalaus ástarsaga; prósi sem hefur greinilega ljóðræna eiginleika og jafnframt meðvitaða og gáskafulla afstöðu til mannkynssögunnar.“Tónlistarverðlaun NorðurlandaráðsSvante Henryson hreppti tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og hafði dómnefndin m.a. þetta að segja: „Hinn sænski Svante Henryson, sellóleikari, bassaleikari og tónskáld, hefur sýnt einstaka sköpunargáfu og þróað afburðatækni á sérsviðum sínum á viðburðaríkum tónlistarferli.“Barna- og unglingabókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsSvíinn Jakob Wegelius hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Mördarens apa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Með Mördarens apa blæs Jakob Wegelius nýju lífi í hið sígilda ævintýraform. Lesandinn slæst í för með górillunni Sallý Jones um sóðalegt hafnarhverfi Lissabon-borgar … Listilega gerðar myndskreytingar höfundar og póstkortin, þar sem ævintýrum Sallýjar eru gerð skil, innsigla heildræna upplifun lesandans.“Kvikmyndaverðlaun NorðurlandaráðsLeikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári og framleiðendurnir Baltasar Kormákur og Agnes Johansen hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrirFúsa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Myndin er fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi. Fúsieftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.“Náttúru- og umhverfisverðlaun NorðurlandaráðsHákun Djurhuus, framkvæmdastjóri færeyska orkufyrirtækisins SEV, tók við náttúru- og umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir nýskapandi starf að metnaðarfullum markmiðum um græna raforku í Færeyjum. Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru afhent í Hörpu í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Menning Tengdar fréttir Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03 Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23 Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51 Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Dagur Kári Pétursson hlaut í kvöld kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Fúsa. Benedikt Erlingsson afhenti Degi Kára verðlaunin en hann hlaut fyrstur Íslendinga kvikmyndaverðlaunin í fyrra fyrir myndina Hross í oss. Dagur Kári fær að launum 7,5 milljónir íslenskra króna að launum fyrir að hljóta þessi verðlaun. Hann sagði verðlaunaféð hafa komið á besta tíma því hann skuldi svo mikið skatt.Eftirfarandi hlutu verðlaun Norðurlandaráðs í kvöld:Bókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsJon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið Trilogien:Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Verkið sem hlýtur bókmenntaverðlaunin að þessu sinni er óvenju gott dæmi um formræna nýsköpun og umfjöllunarefni sem snertir lesandann þvert á tíma og rúm. Hér er á ferð tímalaus ástarsaga; prósi sem hefur greinilega ljóðræna eiginleika og jafnframt meðvitaða og gáskafulla afstöðu til mannkynssögunnar.“Tónlistarverðlaun NorðurlandaráðsSvante Henryson hreppti tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og hafði dómnefndin m.a. þetta að segja: „Hinn sænski Svante Henryson, sellóleikari, bassaleikari og tónskáld, hefur sýnt einstaka sköpunargáfu og þróað afburðatækni á sérsviðum sínum á viðburðaríkum tónlistarferli.“Barna- og unglingabókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsSvíinn Jakob Wegelius hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Mördarens apa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Með Mördarens apa blæs Jakob Wegelius nýju lífi í hið sígilda ævintýraform. Lesandinn slæst í för með górillunni Sallý Jones um sóðalegt hafnarhverfi Lissabon-borgar … Listilega gerðar myndskreytingar höfundar og póstkortin, þar sem ævintýrum Sallýjar eru gerð skil, innsigla heildræna upplifun lesandans.“Kvikmyndaverðlaun NorðurlandaráðsLeikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári og framleiðendurnir Baltasar Kormákur og Agnes Johansen hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrirFúsa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Myndin er fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi. Fúsieftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.“Náttúru- og umhverfisverðlaun NorðurlandaráðsHákun Djurhuus, framkvæmdastjóri færeyska orkufyrirtækisins SEV, tók við náttúru- og umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir nýskapandi starf að metnaðarfullum markmiðum um græna raforku í Færeyjum. Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru afhent í Hörpu í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Menning Tengdar fréttir Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03 Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23 Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51 Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03
Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23
Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51
Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00
Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30