Freyr: Stoltur af þeim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:42 Freyr Alexandersson á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45