Enski boltinn

Van Gaal: Kominn með ógeð á spurningum um Rooney

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney er ekki að spila vel.
Wayne Rooney er ekki að spila vel. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er búinn að fá nóg af spurningum blaðamanna um dapurt gengi Wayne Rooney, fyrirliða United, á þessari leiktíð.

United gerði markalaust jafntefli við City í borgarslagnum í Manchester í gær þar sem Rooney tókst ekki að koma skoti á markið þrátt fyrir að spila sem framherji.

Rooney var einn upp á topp á meðan Anthony Martial, sem hefur verið duglegur að skora að undanförnu, var settur á vinstri kantinn.

Rooney er aðeins búinn að skora tvisvar sinnum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og snerti boltann sjaldnar en nokkur annar liðsfélagi hans í leiknum í gær.

Van Gaal var ekki tilbúinn til að ræða þessa slöku frammistöðu fyrirliða liðsins á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Ég þarf að tala um Rooney í hverri viku. Af hverju?“ spurði Hollendingurinn. „Þið hafið ykkar skoðanir - skrifið það sem þið viljið. Ég svara ekki fleiri spurningum um Rooney. Ég er kominn með ógeð á þeim,“ sagði Louis van Gaal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×