Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. október 2015 19:30 Veitingaleyfi Nam tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu. Vísir/Anton Eigendur Nam á Laugavegi hafa staðið í stappi við Reykjavíkurborg síðan snemma í sumar. Staðurinn stendur klár en getur ekki opnað vegna vandræða með veitingaleyfið. Þannig er mál með vexti að staðurinn má ekki sjást frá götu samkvæmt skilyrði í veitingaleyfi rýmisins sem tilheyrir Around Iceland, ferðaskrifstofu í sama rými. Ferðaskrifstofan var með kaffihús í rýminu en leigði leyfið til Nam. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði.Emil hlakkaði mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirAlls kyns tillögur á lofti en ekkert gengur Eigendur staðarins funduðu með skipulagsstjóra síðastliðinn mánudag og var þeim gert grein fyrir því að mál þeirra yrði meðhöndlað sem ný umsókn um veitingaleyfi. „Við reyndum að andmæla því þar sem við erum þegar með rekstrar- og veitingaleyfi og það er í gildi næstu tíu árin. En þeir sögðust meðhöndla þetta sem nýja umsókn og að þarna ætti ekki að vera matur,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandanna.Sjá einnig: Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna Reykjavíkurborg virðist því standa fast á þeirri skoðun að þarna eigi aðeins að standa verslun. Hann segist hafa verið bjartsýnn og vonað það besta allan tímann en eftir fundinn á mánudag varð hann aðeins svartsýnni. Hann segist hafa lagt fram alls kyns tillögur til þess að uppfylla skilyrðið í veitingaleyfinu sem kveður á um að staðurinn megi ekki sjást frá götu og verði að vera innarlega í rýminu.Nam stendur við Laugaveg 18b, rýmið hefur veitingaleyfi og eigendur töldu það nægja.Mynd/Facebook síða Nam„Þeim fannst það ekki nóg. Við höfum verið að íhuga að færa staðinn innar og skoðað ýmsa möguleika. Meira að segja höfum við velt því fyrir okkur að fara með hann alveg innst, byggja leynivegg í kringum hann og fela þetta. Ég er búinn að láta teikna þetta og allt. Þetta lagði ég til á fundinum í síðustu viku en þeir sögðust ekkert geta sagt í rauninni.“Annar fundur næsta þriðjudag Skiltin á húsinu og merkingarnar í glugganum hafa aldrei verið til umræðu að sögn Emils. „Þeir hafa aldrei agnúast út í það í sjálfu sér. Verslanir í landinu mega skreyta glugga sína alveg eins og þeim sýnist, ef eigendur vilja auglýsa verslun sem er neðar í götunni mega þeir það. Eins ef þeir vilja auglýsa veitingastað sem er innar í rýminu.“ Hinsvegar segir Emil það sjálfsögðu ekki passa að hafa skilti og merkingar út á götuna ef stemningin verður að hafa Nam á Laugavegi einskonar leynistað. Emil hefur verið kallaður á fund næsta þriðjudag og vonar hann að hann fái jákvæðar fréttir. „Ég vona að þeir séu að leita lausna með okkur. Það hefur reyndar ekki verið upplifun síðustu mánuða en ég veit ekkert hvað kemur út úr næsta fundi. Við vonum bara það besta.“ Tengdar fréttir Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Eigendur Nam á Laugavegi hafa staðið í stappi við Reykjavíkurborg síðan snemma í sumar. Staðurinn stendur klár en getur ekki opnað vegna vandræða með veitingaleyfið. Þannig er mál með vexti að staðurinn má ekki sjást frá götu samkvæmt skilyrði í veitingaleyfi rýmisins sem tilheyrir Around Iceland, ferðaskrifstofu í sama rými. Ferðaskrifstofan var með kaffihús í rýminu en leigði leyfið til Nam. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði.Emil hlakkaði mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirAlls kyns tillögur á lofti en ekkert gengur Eigendur staðarins funduðu með skipulagsstjóra síðastliðinn mánudag og var þeim gert grein fyrir því að mál þeirra yrði meðhöndlað sem ný umsókn um veitingaleyfi. „Við reyndum að andmæla því þar sem við erum þegar með rekstrar- og veitingaleyfi og það er í gildi næstu tíu árin. En þeir sögðust meðhöndla þetta sem nýja umsókn og að þarna ætti ekki að vera matur,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandanna.Sjá einnig: Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna Reykjavíkurborg virðist því standa fast á þeirri skoðun að þarna eigi aðeins að standa verslun. Hann segist hafa verið bjartsýnn og vonað það besta allan tímann en eftir fundinn á mánudag varð hann aðeins svartsýnni. Hann segist hafa lagt fram alls kyns tillögur til þess að uppfylla skilyrðið í veitingaleyfinu sem kveður á um að staðurinn megi ekki sjást frá götu og verði að vera innarlega í rýminu.Nam stendur við Laugaveg 18b, rýmið hefur veitingaleyfi og eigendur töldu það nægja.Mynd/Facebook síða Nam„Þeim fannst það ekki nóg. Við höfum verið að íhuga að færa staðinn innar og skoðað ýmsa möguleika. Meira að segja höfum við velt því fyrir okkur að fara með hann alveg innst, byggja leynivegg í kringum hann og fela þetta. Ég er búinn að láta teikna þetta og allt. Þetta lagði ég til á fundinum í síðustu viku en þeir sögðust ekkert geta sagt í rauninni.“Annar fundur næsta þriðjudag Skiltin á húsinu og merkingarnar í glugganum hafa aldrei verið til umræðu að sögn Emils. „Þeir hafa aldrei agnúast út í það í sjálfu sér. Verslanir í landinu mega skreyta glugga sína alveg eins og þeim sýnist, ef eigendur vilja auglýsa verslun sem er neðar í götunni mega þeir það. Eins ef þeir vilja auglýsa veitingastað sem er innar í rýminu.“ Hinsvegar segir Emil það sjálfsögðu ekki passa að hafa skilti og merkingar út á götuna ef stemningin verður að hafa Nam á Laugavegi einskonar leynistað. Emil hefur verið kallaður á fund næsta þriðjudag og vonar hann að hann fái jákvæðar fréttir. „Ég vona að þeir séu að leita lausna með okkur. Það hefur reyndar ekki verið upplifun síðustu mánuða en ég veit ekkert hvað kemur út úr næsta fundi. Við vonum bara það besta.“
Tengdar fréttir Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00
Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30