Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Bayern Munchen heldur áfram uppteknum hætti og vann liðið auðveldan sigur á Köln, 4-0.
Arjen Robben, Arturo Vidal, Robert Lewandowski og Thomas Mueller gerðu allir sitt markið hver fyrir FC Bayern.
Leverkusen vann flottan sigur á Stuttgart, 4-3, í spennandi leik og Werder Bremen vann fínan útisigur á Mainz. Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Bremen í dag.
Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í Þýskalandi.
Bayer Leverkusen 4 - 3 VfB Stuttgart
Bayern Munich 4 - 0 FC Köln
Darmstadt 0 - 1 Wolfsburg
Hannover 96 1 - 2 Eintracht Frankfurt
Mainz 05 1 - 3 Werder Bremen
Bayern Munchen heldur áfram að labba yfir andstæðingana
Stefán Árni Pálsson skrifar
