Einn sem stendur undir millinafni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2015 07:00 Wayne Rooney. Vísir/Getty Allflestir knattspyrnu-unnendur þekkja Wayne Rooney mætavel. Færri vita að hann heitir fullu nafni Wayne Mark Rooney og óhætt að fullyrða að hann standi svo sannarlega undir (milli)nafni. Ferill Rooneys er glæsilegur eins og kemur fram hér á síðunni. Hann varð yngsti leikmaður og markaskorari bæði Everton, þar sem hann hóf ferilinn, og enska landsliðsins. Hann varð svo dýrasti táningur sögunnar þegar Manchester United keypti hann á 25,6 milljónir punda. Mörgum þótti glapræði á sínum tíma að greiða svo mikið fyrir átján ára pilt en margsinnis hefur komið í ljós að United gerði kjarakaup. Það væri of mikið verk að tíunda öll afrek Waynes Rooney í þessum fáu línum. Hann hefur notið mikillar velgengni, innan vallar sem utan, en einnig komið sér í klandur fyrir misgáfuleg uppátæki í einkalífi sínu. Þá setti hann allt á annan endann þegar hann fór fram á að verða seldur frá Manchester United árið 2010. Hann viðurkenndi síðar að það hafi verið stærstu mistök ferils síns. Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og stendur því á tímamótum í lífi sínu. Það má gera ráð fyrir að hann óski sér helst sigurs á grönnunum í Manchester City í borgarslag liðanna á morgun en í húfi er mögulega toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og ef til vill viðeigandi að rifja upp sögu úr æsku Rooneys. Þegar hann var tíu ára fékk hann að vera lukkutröll Everton í borgarslag gegn Liverpool og ganga með sínum mönnum út á völl. Meðal fríðindanna sem fylgdu því hlutverki var að fá að skjóta á markvörð Everton í upphitun. Hinn íturvaxni og skrautlegi Neville Southall var þá markvörður Everton. Rooney fór þó illa með gamla manninn og í stað þess að skjóta á hann vippaði sá stutti boltanum yfir Southall hvað eftir annað og í markið. „Þetta fór í taugarnar á Big Nev,“ rifjaði Dave Watson, sem var fyrirliði Everton í leiknum, síðar upp í viðtali við enska miðla. „Neville var yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum og lét strákinn hafa það óþvegið.“ Wayne Mark hefur síðan þá ekki hætt að hrella markverði og er ekki útlit fyrir að hann láti af þeirri iðju á næstu árum.Vísir/GettyFerill Wayne Rooney:Árið 200217. ágúst Spilaði sinn fyrsta leik með Everton.2. október Skoraði sitt fyrsta mark í 3-0 sigri á Wrexham í enska deildarbikarnum og varð yngsti markaskorari Everton frá upphafi.19. október Yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar er hann tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal með draumamarki.Árið 200312. febrúar Frumraun með enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Ástralíu. Varð yngsti landsliðsmaður Englands.6. september Skoraði gegn Makedóníu og varð yngsti markaskorari Englands frá upphafi.Árið 2004Ágúst Samdi við Manchester United sem greiddi metupphæð fyrir táning.Árið 200821. maí Vann Meistaradeild Evrópu með Manchester United eftir sigur á Chelsea, 6-5, í vítaspyrnukeppni.Árið 201025. apríl Valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Skoraði 34 mörk það tímabilið.Árið 201112. febrúar Tryggði United sigur gegn City í Manchester-slagnum með hjólhestaspyrnu á 78. mínútu.Árið 2014Ágúst Gerður að fyrirliða Manchester United eftir að hafa spilað í áratug með félaginu. Gerður að landsliðsfyrirliða í sama mánuði.Árið 20158. september Skoraði sitt 50. landsliðsmark og varð markahæsti leikmaður Englands frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Allflestir knattspyrnu-unnendur þekkja Wayne Rooney mætavel. Færri vita að hann heitir fullu nafni Wayne Mark Rooney og óhætt að fullyrða að hann standi svo sannarlega undir (milli)nafni. Ferill Rooneys er glæsilegur eins og kemur fram hér á síðunni. Hann varð yngsti leikmaður og markaskorari bæði Everton, þar sem hann hóf ferilinn, og enska landsliðsins. Hann varð svo dýrasti táningur sögunnar þegar Manchester United keypti hann á 25,6 milljónir punda. Mörgum þótti glapræði á sínum tíma að greiða svo mikið fyrir átján ára pilt en margsinnis hefur komið í ljós að United gerði kjarakaup. Það væri of mikið verk að tíunda öll afrek Waynes Rooney í þessum fáu línum. Hann hefur notið mikillar velgengni, innan vallar sem utan, en einnig komið sér í klandur fyrir misgáfuleg uppátæki í einkalífi sínu. Þá setti hann allt á annan endann þegar hann fór fram á að verða seldur frá Manchester United árið 2010. Hann viðurkenndi síðar að það hafi verið stærstu mistök ferils síns. Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og stendur því á tímamótum í lífi sínu. Það má gera ráð fyrir að hann óski sér helst sigurs á grönnunum í Manchester City í borgarslag liðanna á morgun en í húfi er mögulega toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og ef til vill viðeigandi að rifja upp sögu úr æsku Rooneys. Þegar hann var tíu ára fékk hann að vera lukkutröll Everton í borgarslag gegn Liverpool og ganga með sínum mönnum út á völl. Meðal fríðindanna sem fylgdu því hlutverki var að fá að skjóta á markvörð Everton í upphitun. Hinn íturvaxni og skrautlegi Neville Southall var þá markvörður Everton. Rooney fór þó illa með gamla manninn og í stað þess að skjóta á hann vippaði sá stutti boltanum yfir Southall hvað eftir annað og í markið. „Þetta fór í taugarnar á Big Nev,“ rifjaði Dave Watson, sem var fyrirliði Everton í leiknum, síðar upp í viðtali við enska miðla. „Neville var yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum og lét strákinn hafa það óþvegið.“ Wayne Mark hefur síðan þá ekki hætt að hrella markverði og er ekki útlit fyrir að hann láti af þeirri iðju á næstu árum.Vísir/GettyFerill Wayne Rooney:Árið 200217. ágúst Spilaði sinn fyrsta leik með Everton.2. október Skoraði sitt fyrsta mark í 3-0 sigri á Wrexham í enska deildarbikarnum og varð yngsti markaskorari Everton frá upphafi.19. október Yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar er hann tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal með draumamarki.Árið 200312. febrúar Frumraun með enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Ástralíu. Varð yngsti landsliðsmaður Englands.6. september Skoraði gegn Makedóníu og varð yngsti markaskorari Englands frá upphafi.Árið 2004Ágúst Samdi við Manchester United sem greiddi metupphæð fyrir táning.Árið 200821. maí Vann Meistaradeild Evrópu með Manchester United eftir sigur á Chelsea, 6-5, í vítaspyrnukeppni.Árið 201025. apríl Valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Skoraði 34 mörk það tímabilið.Árið 201112. febrúar Tryggði United sigur gegn City í Manchester-slagnum með hjólhestaspyrnu á 78. mínútu.Árið 2014Ágúst Gerður að fyrirliða Manchester United eftir að hafa spilað í áratug með félaginu. Gerður að landsliðsfyrirliða í sama mánuði.Árið 20158. september Skoraði sitt 50. landsliðsmark og varð markahæsti leikmaður Englands frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira