Fyrstu tónleikarnir í tíu ára sögu kvartettsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2015 09:15 Tónleikar Skúla, Óskars, Einars og Eyþórs í Kaldalóni í kvöld gætu orðið upphafið að nýjum kafla í þeirra samstarfi. Mynd/Grímur Bjarnason „Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“ Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira