Fyrstu tónleikarnir í tíu ára sögu kvartettsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2015 09:15 Tónleikar Skúla, Óskars, Einars og Eyþórs í Kaldalóni í kvöld gætu orðið upphafið að nýjum kafla í þeirra samstarfi. Mynd/Grímur Bjarnason „Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“ Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira