Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2015 19:45 Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira