Enski boltinn

Sánchez áfram bestur á Englandi en Van Dijk flýgur upp í annað sætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexis Sánchez er í miklu stuði þessa dagana.
Alexis Sánchez er í miklu stuði þessa dagana. vísir/getty
Alexis Sánchez, framherji Arsenal, er aðra vikuna í röð í efsta sæti á lista Sky Sports yfir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar, en um er að ræða svokallað „Power Rankings“.

Sílemaðurinn skoraði sjötta deildarmark sitt um helgina þegar Arsenal vann Watford, 3-0, en þar á undan var hann í miklu stuði gegn Manchester United.

Síðustu fimm leikir hvers leikmanns telja þegar kemur að röðun á listann, en nýjasta vikan telur mest, sú næst nýjasta næst mest og svo koll af kolli.

Tíu bestu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni í dag.mynd/sky sports
Hollendingar fljúga upp listann

Virgil van Dijk, hollenski miðvörðurinn í liði Southampton, flýgur upp um 17 sæti og er nú næst besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt listanum. Hann skoraði eitt mark í 2-2 jafntefli gegn Leicester um helgina.

Það kemur kannski engum á óvart að hollenski miðjumaðurinn Georgino Wijnaldum komst inn á topp tíu listann eftir að skora fjögur mörk gegn Norwich á sunnudaginn.

Þessi 24 ára gamli leikmaður fékk 8.369 stig fyrir frammistöðuna gegn Norwich og stökk upp um 157. sæti. Hann er nú í fimmta sætinu, en Wijnaldum fékk 1.598 stigum meira en næsti maður, Raheem Sterling.

Nacho Monreal, bakvörður Arsenal, er í þriðja sætinu og Jamie Vardy, framherji Leicester, er í fimmta sæti listans.

Allan listann má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×