Erlent

Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár

Vísir/AFP
Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir.

Flestir halda flóttamennirnir áfram í norður frá Grikklandi en ríki Balkanskagans hafa mörg hver verið treg til að taka á móti öllum þessum fjölda.  Talið er að alls hafi 650 þúsund manns komið til Evrópu á þessu ári, en í fyrra voru flóttamennirnir um 280 þúsund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×