„Ætla að renna mér fyrstur Íslendinga á svifbretti“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. október 2015 21:15 Hafliði að störfum fyrir vefsíðu sína en til hægri hefur hann brugðið sér í gervi Marty McFly. Á Facebook-síðu þúsundþjalasmiðsins Hafliða má finna myndaalbúm þar sem hann er hinar ýmsu fígúrúr úr kvikmyndasögunni. Sjá að neðan. myndir/arnar daði/óskar róbertsson „Ég hef beðið eftir þessum degi í 26 ár,“ segir Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri, ljósmyndari og aðaleigandi vefsíðunnar Fótbolti.net, í samtali við Vísi. Dagurinn sem um ræðir er morgundagurinn en þá munu Marty McFly og Doc Brown snúa aftur til framtíðar ef eitthvað er að marka Back to the Future kvikmyndirnar. Fyrsta kvikmyndin kom út árið 1985 en tvær aðrar fylgdu í kjölfarið árin 1989 og 1990. Í annarri myndinni ferðast Marty og Doc aftur til framtíðar til að aðstoða börn Marty sem eru í vanda. Tímasetningin sem þeir velja er 21. október 2015 klukkan 16.29. Aðdáendur myndarinnar ætla margir hverjir að halda upp á daginn á ýmsan hátt. Myndirnar þrjár verða til að mynda allar sýndar í röð í Bíó Paradís en sýningin hefst á slaginu 16.29. Einnig eru dæmi um fólk sem ætlar að taka sér frí úr vinnu til að fagna tímamótunum. „Ég er nú skráður „going á eventinu“ en er ekki með miða. Mögulega hefði maður átt að koma sér fyrir í Hill Valley og bíða eftir að þeir félagar birtist en það er of seint núna. Auk þess að borgin er náttúrulega ekki til,“ segir Hafliði. „Ég á þær allar til á DVD og það er aldrei að vita nema maður geri vel við sig og horfi á þetta allt á morgun.“Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvar höfundar myndarinnar hittu naglann á höfuðið hvað tækninýjungar varðar en einnig hvar þeir settu boltann fram hjá.Back to the Future got a lot right about tech in 2015The Back to the Future Trilogy got a lot of things right about what 2015 looks like.Posted by Quartz on Tuesday, 20 October 2015Svekktur með að svifbíllinn sé ekki kominn Myndirnar spáðu fyrir um ótrúlega margar tækninýjungar sem margar hverjar hafa ræst. Þar á meðal má nefna fingrafaraskanna, sýndarveruleikagleraugu, myndsímtöl, þrívíddarmyndtækni og ýmis flygildi. Aðrar spár, svo sem sjálfþurrkandi föt, fljúgandi bílar og svifbretti, eiga enn eftir að líta dagsins ljós. „Ég man þegar ég sá þetta fyrst, þegar ég var ég var hvað níu eða tíu ára og ég hlakkaði alltaf til að eignast fljúgandi bíl. Ég er eiginlega sárastur yfir því að þeir séu ekki til. Ímyndaðu þér tímasparnaðinn,“ segir Hafliði en hann býr í Grafarvogi meðan fjölskyldan er að stærstum hluta í Hafnarfirði. „Þvílíkur munur að geta sloppið við umferðarteppunar og bara flogið á leiðarenda.“ Aðspurður um svifbrettin segir Hafliði að hann muni kaupa eitt slíkt um leið og þau mæti á eBay. „Ætli ég verði ekki sá fyrsti til að renna mér á slíku bretti hér á landi?“ segir hann og hlær. „Eigum við ekki að segja það? Ég geri ráð fyrir fjölmenni þegar ég rúlla mér fyrstu ferðina niðri á Ingólfstorgi.“ Að neðan má sjá Hafliða í skemmtilegum hlutverkum úr kvikmyndasögunni. Óskar Róbertsson á heiðurinn að myndunum. Ég var fyrir löngu búinn að lofa að birta þessar myndir með fyrir og eftir og opið á alla. Þarna má semsagt sjá myndir...Posted by Hafliði Breiðfjörð on Wednesday, June 1, 2011 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. 14. október 2015 10:30 Lexus hefur framleitt Back to the Future svifbretti | Myndband Bílaframleiðandinn Lexus hefur látið framleiða svifbretti sem líkist brettinu sem Marty McFly sveif um á í myndunum Back to the Future. 5. ágúst 2015 21:00 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég hef beðið eftir þessum degi í 26 ár,“ segir Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri, ljósmyndari og aðaleigandi vefsíðunnar Fótbolti.net, í samtali við Vísi. Dagurinn sem um ræðir er morgundagurinn en þá munu Marty McFly og Doc Brown snúa aftur til framtíðar ef eitthvað er að marka Back to the Future kvikmyndirnar. Fyrsta kvikmyndin kom út árið 1985 en tvær aðrar fylgdu í kjölfarið árin 1989 og 1990. Í annarri myndinni ferðast Marty og Doc aftur til framtíðar til að aðstoða börn Marty sem eru í vanda. Tímasetningin sem þeir velja er 21. október 2015 klukkan 16.29. Aðdáendur myndarinnar ætla margir hverjir að halda upp á daginn á ýmsan hátt. Myndirnar þrjár verða til að mynda allar sýndar í röð í Bíó Paradís en sýningin hefst á slaginu 16.29. Einnig eru dæmi um fólk sem ætlar að taka sér frí úr vinnu til að fagna tímamótunum. „Ég er nú skráður „going á eventinu“ en er ekki með miða. Mögulega hefði maður átt að koma sér fyrir í Hill Valley og bíða eftir að þeir félagar birtist en það er of seint núna. Auk þess að borgin er náttúrulega ekki til,“ segir Hafliði. „Ég á þær allar til á DVD og það er aldrei að vita nema maður geri vel við sig og horfi á þetta allt á morgun.“Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvar höfundar myndarinnar hittu naglann á höfuðið hvað tækninýjungar varðar en einnig hvar þeir settu boltann fram hjá.Back to the Future got a lot right about tech in 2015The Back to the Future Trilogy got a lot of things right about what 2015 looks like.Posted by Quartz on Tuesday, 20 October 2015Svekktur með að svifbíllinn sé ekki kominn Myndirnar spáðu fyrir um ótrúlega margar tækninýjungar sem margar hverjar hafa ræst. Þar á meðal má nefna fingrafaraskanna, sýndarveruleikagleraugu, myndsímtöl, þrívíddarmyndtækni og ýmis flygildi. Aðrar spár, svo sem sjálfþurrkandi föt, fljúgandi bílar og svifbretti, eiga enn eftir að líta dagsins ljós. „Ég man þegar ég sá þetta fyrst, þegar ég var ég var hvað níu eða tíu ára og ég hlakkaði alltaf til að eignast fljúgandi bíl. Ég er eiginlega sárastur yfir því að þeir séu ekki til. Ímyndaðu þér tímasparnaðinn,“ segir Hafliði en hann býr í Grafarvogi meðan fjölskyldan er að stærstum hluta í Hafnarfirði. „Þvílíkur munur að geta sloppið við umferðarteppunar og bara flogið á leiðarenda.“ Aðspurður um svifbrettin segir Hafliði að hann muni kaupa eitt slíkt um leið og þau mæti á eBay. „Ætli ég verði ekki sá fyrsti til að renna mér á slíku bretti hér á landi?“ segir hann og hlær. „Eigum við ekki að segja það? Ég geri ráð fyrir fjölmenni þegar ég rúlla mér fyrstu ferðina niðri á Ingólfstorgi.“ Að neðan má sjá Hafliða í skemmtilegum hlutverkum úr kvikmyndasögunni. Óskar Róbertsson á heiðurinn að myndunum. Ég var fyrir löngu búinn að lofa að birta þessar myndir með fyrir og eftir og opið á alla. Þarna má semsagt sjá myndir...Posted by Hafliði Breiðfjörð on Wednesday, June 1, 2011
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. 14. október 2015 10:30 Lexus hefur framleitt Back to the Future svifbretti | Myndband Bílaframleiðandinn Lexus hefur látið framleiða svifbretti sem líkist brettinu sem Marty McFly sveif um á í myndunum Back to the Future. 5. ágúst 2015 21:00 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. 14. október 2015 10:30
Lexus hefur framleitt Back to the Future svifbretti | Myndband Bílaframleiðandinn Lexus hefur látið framleiða svifbretti sem líkist brettinu sem Marty McFly sveif um á í myndunum Back to the Future. 5. ágúst 2015 21:00