Alþingi eitt getur tekið ákvörðun um nýja staðsetningu Landsspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2015 12:53 Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira