Alþingi eitt getur tekið ákvörðun um nýja staðsetningu Landsspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2015 12:53 Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira