Innlent

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðum til Sharm el Sheikh

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaviðvörun vegna ótryggs ástands í Sharm el Sheikh.
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaviðvörun vegna ótryggs ástands í Sharm el Sheikh. E.Ól.
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar.

Í samtali við Vísi sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að svona mál væru yfirleitt unnin í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ferðaviðvörunin væri gefin út ef ske kynni að einhver Íslendingur væri á svæðinu eða ef einhverjir hygðust ferðast til Sharm el Sheikh. Ráðuneytið hefur þó ekki upplýsingar um að einhver Íslendingur sé staddur á svæðinu.

Mikil óvissa hefur ríkt í Sharm el Sheikh síðustu daga frá því að flugvél rússneska flugfélagsins Metrojet hrapaði yfir Sínai-skaga þann 31. október. Fjöldi ferðalanga hefur verið strandaður á flugvellinum í borginni eftir að yfirvöld í Bretlandi og öðrum ríkjum takmörkuðu flugferðir þangað. 

Ekki liggur ljóst fyrir hvað grandaði flugvélinni en sérfræðingar segjast vera 90 prósent vissir um að sprengja hafi sprungið um borð.

#ferðaráð Við ráðum íslenskum ríkisborgurum frá ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og nærliggjandi svæða.

Posted by Utanríkisráðuneytið on Monday, 9 November 2015

Tengdar fréttir

Bretar hætta flugi yfir Sínaí

Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni.

Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×