Sport

Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peyton gengur niðurlútur af velli eftir leikinn í nótt.
Peyton gengur niðurlútur af velli eftir leikinn í nótt. vísir/getty
Peyton Manning, leikstjórnandi Denver, snéri aftur til Indianapolis í gær en hann lék með Indianapolis Colts í þrettán ár áður en hann fór til Denver. Þetta er líklega síðasta tímabil þessa 39 ára gamla leikmanns í deildinni og því líklega hans síðasta för þangað.

Þetta var í annað sinn sem hann fer þangað með Denver og aftur mátti Peyton sætta sig við tap. Hans menn mættu illa stemmdir, lentu 17-0 undir en komu til baka. Það dugði samt ekki til og Colts vann frekar óvæntan sigur.

Þetta var fyrsta tap Denver í vetur en New England Patriots, Carolina Panthers og Cincinnati Bengals hafa unnið alla leiki sína.

Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fagnar sætum sigri.vísir/getty
Carolina fékk sitt stærsta próf í vetur er Green Bay kom í heimsókn. Carolina leysti það með sóma og sendi út skýr skilaboð með frábærum sigri. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2010 sem Green Bay tapar tveim leikjum í röð.

New England lenti í engu veseni með slakt lið Redskins en varð fyrir því óhappi að missa hlauparann Dion Lewis af velli vegna meiðsla og óvíst með framhaldið hjá honum.

Úrslit:

Buffalo-Miami  33-17

Carolina-Green Bay  37-29

Minnesota-St. Louis  21-18

New England-Washington  27-10

New Orleans-Tennessee  29-34

NY Jets-Jacksonville  28-23

Pittsburgh-Oakland  38-35

San Francisco-Atlanta  17-16

Tamba Bay-NY Giants  18-32

Indianapolis-Denver  27-24

Dallas-Philadelphia  27-33

Í nótt:

San Diego - Chicago

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×