Fótbolti

Hólmfríður valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni

Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir var í dag útnefnd besti sóknarmaður norsku deildarinnar fyrir lokaleik Avaldsnes á þessu tímabili en þrátt fyrir að Hólmfríður hafi verið fjarverandi í dag vann Avaldsnes 7-0 sigur.

Hólmfríður var að leika sitt þriðja tímabil með Avaldsnes sem lenti í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Guðbjörgu Gunnarsdóttir og félögum í Lilleström.

Þrátt fyrir að Hólmfríður hafi ekki leikið með Avaldsnes í dag fékk hún afhenda viðurkenningu fyrir leikinn en myndband af þessu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×