Mikil uppsveifla hjá flugfélaginu Erni Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 19:22 Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður. Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður.
Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira