Heimir: Skoðum um 40 leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 14:15 Vísir/Ernir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira