Erlent

Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
224 fórust er flugvél Metrojet hrapaði yfir Sinai-skaga.
224 fórust er flugvél Metrojet hrapaði yfir Sinai-skaga. Vísir/Getty
Bandarískir embættismenn telja líklegast að flugvél Metrojet sem hrapaði yfir Sinai-skaga í Egyptalandi á laugardaginn hafi verið sprengd í loft upp. Sömu sögu segja breskir embættismenn.

Eftir að hafa skoðað upplýsingar fyrir og eftir hrap flugvélarinnar er talið líklegast að sprengju hafi verið komið fyrir í farangri eða einhverstaðar annars staðar í vélinni.

Öllum flugi frá Bretlandi til Sinai-skaga hefur verið frestað þangað til að hægt er að tryggja öryggi á flugvellinum í Sharm-el Sheikh. Breskur embættismaður sagði í dag að þrátt fyrir að rannsókn væri ekki lokið væri líklegt að sprengja hefði grandað flugvélinni.

Bandaríski embættismaðurinn taldi líklegt að ISIS eða hópur tengdist ISIS væri ábyrgur fyrir hrapi flugvélarinnar þrátt fyrir að ekki væri hægt að staðhæfa um það. Borið hafi á auknum umsvifum ISIS-hóps á Sinai-skaga áður en flugvélin fórst en 224 létust í flugslysinu.


Tengdar fréttir

Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×