Klopp fer aðrar leiðir en Rodgers í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 22:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Vísir/Getty Það verður ekkert varalið hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar lið hans heimsækir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Forveri hans í starfi, Brendan Rodgers, stundaði það ítrekað að hvíla sína bestu menn í Evrópudeildarleikjum en Klopp freistast ekki til þess í þessum leik að minnsta kosti. Liverpool gerði jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína, 1-0 sigur á Bournemouth í deildabikarleik og svo 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Flestir leikmenn sem tóku þátt í sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi fljúga til Rússlands. Það er því strax ljóst að Klopp mun tefla fram sterku liði á Kazan Arena á fimmtudaginn en næsti leikur á eftir er síðan á móti Crystal Palace á sunnudaginn. Kazan Arena er nýbyggður leikvangur (fyrir HM 2018) en þarna fór fram HM í sundi í sumar. Til að koma sundlauginni fyrir var grasið tekið í burtu en nú hafa menn lokið því að koma grasvellinum aftur á sinn stað og því getur leikurinn við Liverpool orðið fyrsti Evrópuleikurinn á leikvanginum. Liverpool er í öðru sæti riðilsins en liðið hefur hvorki unnið né tapað í Evrópudeildinni til þessa því allir þrír leikir liðsins hafa endað með jafntefli. Liverpool er eins og er með eins stigs forskot á Rubin Kazan en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í toppsæti riðilsins. Liverpool lenti 1-0 ndir á heimavelli á móti Rubin Kazan í fyrri leiknum á Anfield en jafnaði metin á 37. mínútu rétt eftir að liðið varð manni fleiri. Liverpool tókst ekki hinsvegar að skora sigurmark á þeim rúmu 50 mínútum sem liðið spilaði ellefu á móti tíu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Það verður ekkert varalið hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar lið hans heimsækir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Forveri hans í starfi, Brendan Rodgers, stundaði það ítrekað að hvíla sína bestu menn í Evrópudeildarleikjum en Klopp freistast ekki til þess í þessum leik að minnsta kosti. Liverpool gerði jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína, 1-0 sigur á Bournemouth í deildabikarleik og svo 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Flestir leikmenn sem tóku þátt í sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi fljúga til Rússlands. Það er því strax ljóst að Klopp mun tefla fram sterku liði á Kazan Arena á fimmtudaginn en næsti leikur á eftir er síðan á móti Crystal Palace á sunnudaginn. Kazan Arena er nýbyggður leikvangur (fyrir HM 2018) en þarna fór fram HM í sundi í sumar. Til að koma sundlauginni fyrir var grasið tekið í burtu en nú hafa menn lokið því að koma grasvellinum aftur á sinn stað og því getur leikurinn við Liverpool orðið fyrsti Evrópuleikurinn á leikvanginum. Liverpool er í öðru sæti riðilsins en liðið hefur hvorki unnið né tapað í Evrópudeildinni til þessa því allir þrír leikir liðsins hafa endað með jafntefli. Liverpool er eins og er með eins stigs forskot á Rubin Kazan en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í toppsæti riðilsins. Liverpool lenti 1-0 ndir á heimavelli á móti Rubin Kazan í fyrri leiknum á Anfield en jafnaði metin á 37. mínútu rétt eftir að liðið varð manni fleiri. Liverpool tókst ekki hinsvegar að skora sigurmark á þeim rúmu 50 mínútum sem liðið spilaði ellefu á móti tíu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira