Minntust Árna Steinars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 14:28 Árni Steinar Jóhannsson. Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni. Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þingmenn minntust Árna Steinars Jóhannssonar, fyrrverandi alþingismanns, á þingfundi í dag. Árni Steinn lést síðla sunnudags á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Hann var aðeins 62 ára að aldri, en hafði um nokkur misseri barist við krabbamein.Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, minntist Árna í ræðu sem lesa má hér að neðan. Að henni lokinni risu þingmenn úr sætum til að votta honum virðingu sína og minnast hans.Árni Steinar Jóhannsson var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar voru Jóhann Ásgrímsson Helgason sjómaður og kona hans, Valrós Árnadóttir verslunarmaður.Árni Steinar lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969. Eftir árs nám í framhaldsskóla í Bandaríkjunum fór hann í Garðyrkjuskóla ríkisins og lauk prófi þaðan árið 1974 og framhaldsnám stundaði hann í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm ár, til ársins 1979. Þá fluttist hann til Akureyrar og varð garðyrkjustjóri þar og síðar umhverfisstjóri fram til 1999 er hann var kosinn á Alþingi. Að lokinni þingmennsku var Árni Steinar um tíma sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfismálum en síðar var hann ráðinn umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árni Steinar sat í stjórnum félaga og stofnana á sérsviði sínu og tók þátt í alþjóðlegri samvinnu garðyrkju- og skógræktarmanna. Hann sat í stjórn Rariks frá árinu 2008 til 2014, og sem stjórnarformaður frá því í maí 2009.Sem ungur maður var Árni Steinar Jóhannsson mjög áhugasamur um þjóðmál, hafði róttækar skoðanir og barðist ekki hvað síst fyrir sjónarmiðum landsbyggðar og valddreifingar. Gætti þess mjög í málflutningi hans og verkum innan þings og utan. Hann leiddi lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og náði athyglisverðum árangri, skorti lítið á til að hljóta þingsæti. Hann var síðar í framboði fyrir Alþýðubandalagið og óháða, og árið 1999 var hann í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var kosinn þingmaður það kjörtímabil, til vors 2003. Hann hafði áður verið varaþingmaður tvívegis og tvisvar sinnum síðar tók hann sæti varamanns. Hann sat á níu þingum alls. Árni Steinar var einn af varaforsetum Alþingis meðan hann átti hér fast sæti og var þar dugmikill, vel látinn og mikill mannasættir. Fyrir vikið varð hann vinmargur og skipti þá engu hvort í hlut áttu pólitískir samherjar eða andstæðingar.Árni Steinar Jóhannsson verður þeim sem með honum störfuðu á Alþingi, svo og öðrum sem honum kynntust, minnisstæður fyrir hve hreinskiptinn hann var, glaðlyndur og gamansamur, en jafnframt skyldurækinn, vandvirkur fagmaður og metnaðarfullur við störf sín. Hann hafði græna fingur og vann brautryðjendastörf í umhverfismálum víða um land. Hann naut vinsælda hvar sem hann starfaði fyrir einlægni sína, þekkingu og áhuga á verkefnum sínum og skilur eftir í hugum samferðamanna hugljúfa mynd af drengskaparmanni.
Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira