Eins og mörgum er í fersku minni þá fuðraði IKEA-geitin, boðberi jólanna, upp fyrir rúmri viku, var talað um að hún hefði tortímt sjálfri sér en talið er að kviknað hafi í út frá einhvers konar skammhlaupi í seríum.

Það á ekki af geitinni að ganga.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi.
Verslunin IKEA ætlar ekki að höfða mál vegna jólageitarinnar sem varð jólaseríunni í Kauptúni að bráð á mánudag.
"Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA.