Þýsk skattayfirvöld og lögreglan í Frankfurt stóðu í morgun fyrir umsvifamiklum aðgerðum í tengslum við spillingarrannsókn í tengslum við HM 2006 í knattspyrnu, sem haldið var í Þýskalandi.
Undanfarnar vikur hafa ásakanir þess efnis komið fram að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði þegar kosið var um hvar ætti að halda HM í knattspyrnu árið 2006.
Rassía var gerð í höfuðstöðvum þýska knattspyrnusambandsins sem og á heimilum þeirra Wolfgang Niersbach, formanni sambandsins, og Theo Zwanziger sem sat í skipulagsnefnd HM 2006.
Þeir Niersbach og Zwanziger eru grunaðir um skattsvik í tengslum við háa peningagreiðslu til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Upphæðin nemur 6,7 milljónum evra - jafnvirði 943 milljóna króna samkvæmt núgildandi gengi.
Þýska blaðið Der Spiegel birti frétt í síðasta mánuði þar sem því var haldið fram að skipulagsnefndin hafi komið upp sérstökum sjóði upp á 6,7 milljónir evra til að kaupa þau atkvæði sem til þurfti til að vinna áðurnefnda kosningu.
Niersbach neitaði þessum ásökunum og sagði að áðurnefnd greiðsla til FIFA ætti sér eðlilegar skýringar.
Rassía gerð í höfuðstöðvum þýska knattspyrnusambandsins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

