Nýjan Landspítala á 5 árum Ingimar Einarsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun