Innlent

Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula

Heimir Már Pétursson skrifar
Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson vísir/vilhelm
Stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir afgreiðslu á frumvarpi utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður. Stofnunin sé til fyrirmyndar, með lítinn rekstrarkostnað og hafi aflað sér umtalsverða tekna anars staðar í verkefni sín.

Þótt þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu kvarti undan málafæð á Alþigi þýðir það ekki að þeir séu sammála um þau mál sem þeir eru þó að ræða. Þannig hefur umræða um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun staðið yfir með hléum frá því í gær og ekki sér fyrir endann á henni.

Með frumvarpi utanríkisráðherra yrðu verkefni stofnunarinnar færð undir utanríkisráðneytið og efast stjórnarandstaðan um að frumvarpið njóti meirihlutastuðnings. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þetta fyrirmyndarstofnun að öllu leyti.

Ásmundur Einar.vísir/stefán
„Það hafa engin rök verið lögð fram fyrir því af hverju á að leggja þessa stofnun niður. Þá hefur enginn þingmaður Framsóknarflokksins treyst sér til að koma og halda fulla ræðu og styðja málið. Einn kom og talaði í andsvari. Eini Sjálfstæðismaðurinn sem talaði um málið hefur gagnrýnt það,“ segir Össur.

Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins minnir á að málið hafi verið afgreitt innan ríkisstjórnar og síðan þingflokka stjórnarflokkanna bæði á síðasta þingi og þessu.

„Og í bæði skiptin afgreitt út úr utanríkismálanefnd með meirihluta. En það getur auðvitað ekki komið hér til atkvæðagreiðslu í þingsal á meðan stjórnarandstaðan talar og hleypir því ekki í atkvæðagreiðslu og er alltaf í andsvörum við sjálfa sig,“ segir Ásmundur Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×