Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 14:56 Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Vísir/getty Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til. Ákvörðunin tekur jafnframt mið af tillögum stýrihóps um nýtingu svæðisins og viðbrögðum við auglýsingu Reykjavíkurborgar frá í sumar, segir í tilkynningu. Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. „Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu. „Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. „Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur. Borgarráð samþykkti að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til viðræðna við RVK Studios á grundvelli fyrirliggjandi mats á verðmæti eignanna. Samhliða verða teknar upp viðræður við Íslenska gámafélagið um flutning þess af svæðinu og er það í samræmi við ákvæði í leigusamningi. Leitað verður að lausn sem hentar báðum aðilum og er til skoðunar að Esjumelar á Kjalarnesi verði athafnasvæði Íslenska gámafélagsins þegar leigutími þess rennur út í lok árs 2018. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til. Ákvörðunin tekur jafnframt mið af tillögum stýrihóps um nýtingu svæðisins og viðbrögðum við auglýsingu Reykjavíkurborgar frá í sumar, segir í tilkynningu. Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. „Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu. „Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. „Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur. Borgarráð samþykkti að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til viðræðna við RVK Studios á grundvelli fyrirliggjandi mats á verðmæti eignanna. Samhliða verða teknar upp viðræður við Íslenska gámafélagið um flutning þess af svæðinu og er það í samræmi við ákvæði í leigusamningi. Leitað verður að lausn sem hentar báðum aðilum og er til skoðunar að Esjumelar á Kjalarnesi verði athafnasvæði Íslenska gámafélagsins þegar leigutími þess rennur út í lok árs 2018.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira