NBA: Curry með 37 stig og Golden State vann tólfta leikinn í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 06:48 Stephen Curry fagnar körfu í leik Golden State Warriors í nótt. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110 NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110
NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira