Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Öryggisráðstafanir hafa verið hertar víða í Evrópu. Þarna hefur vopnaður lögreglumaður komið sér fyrir á götu í Róm. Fréttablaðið/EPA François Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að óska eftir aðstoð aðildarríkja Evrópusambandsins við hervarnir í kjölfar árásanna í París. Hollande vísar þar í grein númer 42,7 í stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um að varnarsamstarf aðildarríkjanna hefjist sjálfkrafa verði eitt þeirra fyrir árás. Þessa ósk byggir Hollande á því að árásin í París hafi ekki einungis verið hryðjuverk heldur í raun stríðsyfirlýsing frá Daish-samtökunum í Sýrlandi. Þessi tiltekna grein í stofnsáttmálanum hefur aldrei verið notuð, en í henni eru fyrirvarar um að stjórnskipan einstakra aðildarríkja geti komið í veg fyrir að þau taki þátt í aðgerðum á grundvelli hennar. Frakkar myndu þurfa að semja sérstaklega við hvert ESB-ríki um hernaðaraðstoð, enda er enginn sameiginlegur her ESB-ríkjanna til. Eftir sjálfsvígsárásirnar í París á föstudagskvöld voru Frakkar fljótir til að hefja loftárásir á höfuðvígi Daish í borginni Rakka í Sýrlandi. Þeim árásum hefur verið haldið áfram og Bandaríkin hafa einnig haldið loftárásum sínum áfram á Daish. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að tíu franskar herþotur hefðu gert nýjar loftárásir á Rakka í fyrrinótt. Alls hafi sextán sprengjum verið varpað á byggingu, sem notuð hefur verið undir höfuðstöðvar Daish-samtakanna. Einnig hafi verið varpað sprengjum á þjálfunarbúðir samtakanna. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir vitni á staðnum að byggingarnar hafi verið í útjaðri borgarinnar. Þær hafi verið mannlausar þegar árásirnar voru gerðar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að rússneskt herskip komi franska hernum til aðstoðar við árásirnar á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mikla trú á því að innan fárra vikna verði búið að semja um vopnhlé í Sýrlandi milli stjórnar Bashars al Assad og uppreisnarmanna, sem enn krefjast afsagnar hans. „Ég býst ekki við að nógu margir átti sig endilega á þessu. En þetta er raunveruleikinn,“ sagði Kerry við fréttamenn í París í gær. Verði vopnahlé að veruleika geti alþjóðlegt hernaðarsamstarf gegn Daish-samtökunum, sem kalla sig Íslamskt ríki, frekar náð árangri. Þessi von um vopnahlé er þó allt eins líkleg til þess að stranda, rétt eins og fyrri tilraunir, á kröfu uppreisnarmanna, Bandríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum um afsögn Assads Sýrlandsforseta. Sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Árásirnar á París síðastliðið föstudagskvöld kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Hundruð manna til viðbótar særðust. Daginn áður gerðu liðsmenn Daish-samtakanna svipaðar sjálfsvígsárásir í Beirút, höfuðborg Líbanons. Þær árásir kostuðu að minnsta kosti 43 lífið. Þar særðust einnig hundruð manna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa lítið sem ekkert sagt frá árásinni á Beirút, heldur beint athyglinni nánast eingöngu að árásinni á París. Árásarmanns leitað í BrusselLögregluyfirvöld í Belgíu telja að Salah Abdeslam, einn árásarmannanna frá París, hafi verið í Brussel og var ákaft leitað að honum þar í borg í gær. Abdeslam komst undan eftir árásirnar á föstudagskvöld og hélt beina leið til Belgíu. Hann var stöðvaður stuttlega á landamærunum en látinn laus. „Við vitum að hann hefur verið í Brussel. Fyrir sólarhring var hann í Molenbeek,“ höfðu fjölmiðlar eftir belgískum embættismanni í gær. Abdesalem er úr Molenbeek-hverfinu í Brussel, rétt eins og Abdelhamid Abaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París. Abaoud er hins vegar talinn vera í Sýrlandi. Fleiri herskáir íslamistar haft tengsl við þetta hverfi í Brussel, þar á meðal Amady Coulibaly, sem tók gísla í matvöruverslun í París í janúar síðastliðnum um leið og tveir aðrir hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo. Franska lögreglan hefur kallað út meira en hundrað þúsund manna lið lögreglu til þess að rannsaka árásirnar í París og leita uppi einstaklinga sem gætu tengst þeim. Vitað er um átta menn, sem gerðu árásirnar sjálfar. Sex þeirra hafa verið nafngreindir en frönsk yfirvöld hafa enn ekki nafngreint tvo. Hryðjuverk í París Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
François Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að óska eftir aðstoð aðildarríkja Evrópusambandsins við hervarnir í kjölfar árásanna í París. Hollande vísar þar í grein númer 42,7 í stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um að varnarsamstarf aðildarríkjanna hefjist sjálfkrafa verði eitt þeirra fyrir árás. Þessa ósk byggir Hollande á því að árásin í París hafi ekki einungis verið hryðjuverk heldur í raun stríðsyfirlýsing frá Daish-samtökunum í Sýrlandi. Þessi tiltekna grein í stofnsáttmálanum hefur aldrei verið notuð, en í henni eru fyrirvarar um að stjórnskipan einstakra aðildarríkja geti komið í veg fyrir að þau taki þátt í aðgerðum á grundvelli hennar. Frakkar myndu þurfa að semja sérstaklega við hvert ESB-ríki um hernaðaraðstoð, enda er enginn sameiginlegur her ESB-ríkjanna til. Eftir sjálfsvígsárásirnar í París á föstudagskvöld voru Frakkar fljótir til að hefja loftárásir á höfuðvígi Daish í borginni Rakka í Sýrlandi. Þeim árásum hefur verið haldið áfram og Bandaríkin hafa einnig haldið loftárásum sínum áfram á Daish. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að tíu franskar herþotur hefðu gert nýjar loftárásir á Rakka í fyrrinótt. Alls hafi sextán sprengjum verið varpað á byggingu, sem notuð hefur verið undir höfuðstöðvar Daish-samtakanna. Einnig hafi verið varpað sprengjum á þjálfunarbúðir samtakanna. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir vitni á staðnum að byggingarnar hafi verið í útjaðri borgarinnar. Þær hafi verið mannlausar þegar árásirnar voru gerðar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að rússneskt herskip komi franska hernum til aðstoðar við árásirnar á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mikla trú á því að innan fárra vikna verði búið að semja um vopnhlé í Sýrlandi milli stjórnar Bashars al Assad og uppreisnarmanna, sem enn krefjast afsagnar hans. „Ég býst ekki við að nógu margir átti sig endilega á þessu. En þetta er raunveruleikinn,“ sagði Kerry við fréttamenn í París í gær. Verði vopnahlé að veruleika geti alþjóðlegt hernaðarsamstarf gegn Daish-samtökunum, sem kalla sig Íslamskt ríki, frekar náð árangri. Þessi von um vopnahlé er þó allt eins líkleg til þess að stranda, rétt eins og fyrri tilraunir, á kröfu uppreisnarmanna, Bandríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum um afsögn Assads Sýrlandsforseta. Sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Árásirnar á París síðastliðið föstudagskvöld kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Hundruð manna til viðbótar særðust. Daginn áður gerðu liðsmenn Daish-samtakanna svipaðar sjálfsvígsárásir í Beirút, höfuðborg Líbanons. Þær árásir kostuðu að minnsta kosti 43 lífið. Þar særðust einnig hundruð manna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa lítið sem ekkert sagt frá árásinni á Beirút, heldur beint athyglinni nánast eingöngu að árásinni á París. Árásarmanns leitað í BrusselLögregluyfirvöld í Belgíu telja að Salah Abdeslam, einn árásarmannanna frá París, hafi verið í Brussel og var ákaft leitað að honum þar í borg í gær. Abdeslam komst undan eftir árásirnar á föstudagskvöld og hélt beina leið til Belgíu. Hann var stöðvaður stuttlega á landamærunum en látinn laus. „Við vitum að hann hefur verið í Brussel. Fyrir sólarhring var hann í Molenbeek,“ höfðu fjölmiðlar eftir belgískum embættismanni í gær. Abdesalem er úr Molenbeek-hverfinu í Brussel, rétt eins og Abdelhamid Abaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París. Abaoud er hins vegar talinn vera í Sýrlandi. Fleiri herskáir íslamistar haft tengsl við þetta hverfi í Brussel, þar á meðal Amady Coulibaly, sem tók gísla í matvöruverslun í París í janúar síðastliðnum um leið og tveir aðrir hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo. Franska lögreglan hefur kallað út meira en hundrað þúsund manna lið lögreglu til þess að rannsaka árásirnar í París og leita uppi einstaklinga sem gætu tengst þeim. Vitað er um átta menn, sem gerðu árásirnar sjálfar. Sex þeirra hafa verið nafngreindir en frönsk yfirvöld hafa enn ekki nafngreint tvo.
Hryðjuverk í París Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira