Fótbolti

Gullit sýnir frá ástandinu í Hannover | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gullit í landsleik árið 1988.
Gullit í landsleik árið 1988. vísir/getty
Hollenska knattspyrnugoðsögnin Ruud Gullit er einn þeirra sem ætluðu að sjá leik Þýskalands og Hollands í kvöld.

Búið er að aflýsa leiknum vegna sprengjuhættu og berast nú fréttir af sjúkrabíl sem var fullur af sprengiefnum sem og að sprengibúnaður hafi fundist sem átti að sprengja á vellinum.

Sjá einnig: Fundu sjúkrabíl fullan af sprengiefnum

Völlurinn var rýmdur og allir sendir heim. Lögreglan tók að sér að koma þýska landsliðinu og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í skjól.

Gullit sagði á Twitter nú fyrir skömmu að hann væri á heimleið og birti myndband af ástandinu fyrir utan leikvanginn í Hannover. Það má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×