Á hverjum klukkutíma er eins fórnarlambs árásanna í París minnst á Twitterreikninginum @ParisVictims. Þar eru nöfn þeirra og aldur gefinn sem og upplýsingar um líf þeirra. 129 mann létu lífið í árásunum og rúmlega 300 særðust. Flest fórnarlambanna voru myrt á tónleikum.
Blaðamenn Mashable stofnuðu reikninginn Þar sem upplýsingunum er miðlað frá síðu þeirra. Þar er farið nánar út í hverjir það voru sem létu lífið í árásunum. Færslurnar á Twitter má sjá hér að neðan.
Erlent