Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 20:52 Lárus Welding ásamt verjendum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag telja að hugmyndin að Stím-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. Hann kvaðst hafa metið það sem svo á sínum tíma að viðskiptin myndu bæta stöðu bankans en það hafi jafnframt verið mat annarra sem komu að viðskiptunum. Lárus sagðist ekki hafa leitt viðskiptin af hálfu bankans en vissulega komið að nokkrum þáttum þeirra. Segist hafa farið að öllum lánareglumLárus, sem var einnig formaður áhættunefndar bankans, kvaðst hafa farið í öllum sínum störfum að lánareglum bankans en í málinu er hann ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns Glitnis til Stím.Samkvæmt ákæru á hann að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og skapað bankanum fjártjónshættu en fyrir milljarðana sem Stím tók að láni keypti félagið hlutabréf í Glitni og FL Group. Bankinn, sem átti sjálfur hlutabréfin sem Stím keypti, tók veð í bréfum FL Group sem tryggingu fyrir láninu auk alls hlutafés í Stím. Fram kom við skýrslutökuna yfir Lárusi í dag að þann 12. nóvember 2007 hafi áhættunefnd bankans samþykkt að veita félaginu FS37, síðar Stím, lán að allt að 24 milljörðum. Glitnir átti ekki upphaflega að eiga hlut í StímFyrir svo akkúrat átta árum, á degi íslenskrar tungu 2007, undirritaði Lárus síðan lánssamning við félagið upp á tæpa 20 milljarða. Samkvæmt ákæru var það lán hærra en þau lánamörk sem áhættunefnd hafði heimildir til að samþykkja og hefði lánið því þurft að fara fyrir stjórn bankans. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en í lok janúar 2008 en aðspurður í dag sagðist Lárus ekki hafa vitað í nóvemer 2007 að lánið færi fram úr heimildum lánamarka. Þegar lánið var upphaflega kynnt í áhættunefnd áttu eigendur Stím að vera Samherji, Saga Capital, Jakob Flosason og Ólafur Jóhann Ólafsson. Það breyttist hins vegar fjórum dögum síðar, að því er lýst er í ákæru, og varð Glitnir sjálfur stærsti eigandi Stím með 32,5 prósent eignarhlut. Segir Jón Ásgeir ekki hafa komið að viðskiptunumLárus sagði að eftir viðskiptin við Stím hefði staða Glitnis batnað. Áhætta bankans hefði til að mynda minnkað vegna hlutabréfanna í FL Group sem seld voru Stím auk þess sem milljarðar hefðu streymt til bankans en ekki frá honum vegna viðskiptanna. Saksóknari spilaði ekki mörg símtöl fyrir dómi í dag en sýndi þó nokkra tölvupósta sem fóru manna á milli í bankanum á þessum tíma. Einn var frá Lárusi til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins stærsta eiganda Glitnis, og sendur daginn sem áhættunefnd tók lánið til Stím fyrir. Í tölvupóstinum segir:„Heyrðu í mér áður en við leggjum af stað í þessa áhugaverðu viku.“ Lárus kvaðst ekki muna af hverju hann hefði sent þennan tölvupóst en sagði aðspurður að Jón Ásgeir hefði ekki haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum.Urðu að lána Stím til að kaupa meira í FL GroupForstjórinn fyrrverandi er svo einnig ákærður fyrir umboðssvik vegna 725 milljóna króna peningamarkaðsláns til Stím í janúar 2008. Lánið kom til vegna þess að félagið var búið að skuldbinda sig til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group og varð að greiða fyrir hlutinn. Lárus sagði að í raun hefði ekki verið annað í stöðunni en að lána félaginu þar sem Kaupþing, sem sá um hlutafjárútboðið, hefði annars átt kröfu á Stím um að borga fyrir hlutabréfin. Slík krafa hefði sett félagið, sem Glitnir hafði forræði yfir, í upplausn. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag telja að hugmyndin að Stím-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. Hann kvaðst hafa metið það sem svo á sínum tíma að viðskiptin myndu bæta stöðu bankans en það hafi jafnframt verið mat annarra sem komu að viðskiptunum. Lárus sagðist ekki hafa leitt viðskiptin af hálfu bankans en vissulega komið að nokkrum þáttum þeirra. Segist hafa farið að öllum lánareglumLárus, sem var einnig formaður áhættunefndar bankans, kvaðst hafa farið í öllum sínum störfum að lánareglum bankans en í málinu er hann ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns Glitnis til Stím.Samkvæmt ákæru á hann að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og skapað bankanum fjártjónshættu en fyrir milljarðana sem Stím tók að láni keypti félagið hlutabréf í Glitni og FL Group. Bankinn, sem átti sjálfur hlutabréfin sem Stím keypti, tók veð í bréfum FL Group sem tryggingu fyrir láninu auk alls hlutafés í Stím. Fram kom við skýrslutökuna yfir Lárusi í dag að þann 12. nóvember 2007 hafi áhættunefnd bankans samþykkt að veita félaginu FS37, síðar Stím, lán að allt að 24 milljörðum. Glitnir átti ekki upphaflega að eiga hlut í StímFyrir svo akkúrat átta árum, á degi íslenskrar tungu 2007, undirritaði Lárus síðan lánssamning við félagið upp á tæpa 20 milljarða. Samkvæmt ákæru var það lán hærra en þau lánamörk sem áhættunefnd hafði heimildir til að samþykkja og hefði lánið því þurft að fara fyrir stjórn bankans. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en í lok janúar 2008 en aðspurður í dag sagðist Lárus ekki hafa vitað í nóvemer 2007 að lánið færi fram úr heimildum lánamarka. Þegar lánið var upphaflega kynnt í áhættunefnd áttu eigendur Stím að vera Samherji, Saga Capital, Jakob Flosason og Ólafur Jóhann Ólafsson. Það breyttist hins vegar fjórum dögum síðar, að því er lýst er í ákæru, og varð Glitnir sjálfur stærsti eigandi Stím með 32,5 prósent eignarhlut. Segir Jón Ásgeir ekki hafa komið að viðskiptunumLárus sagði að eftir viðskiptin við Stím hefði staða Glitnis batnað. Áhætta bankans hefði til að mynda minnkað vegna hlutabréfanna í FL Group sem seld voru Stím auk þess sem milljarðar hefðu streymt til bankans en ekki frá honum vegna viðskiptanna. Saksóknari spilaði ekki mörg símtöl fyrir dómi í dag en sýndi þó nokkra tölvupósta sem fóru manna á milli í bankanum á þessum tíma. Einn var frá Lárusi til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins stærsta eiganda Glitnis, og sendur daginn sem áhættunefnd tók lánið til Stím fyrir. Í tölvupóstinum segir:„Heyrðu í mér áður en við leggjum af stað í þessa áhugaverðu viku.“ Lárus kvaðst ekki muna af hverju hann hefði sent þennan tölvupóst en sagði aðspurður að Jón Ásgeir hefði ekki haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum.Urðu að lána Stím til að kaupa meira í FL GroupForstjórinn fyrrverandi er svo einnig ákærður fyrir umboðssvik vegna 725 milljóna króna peningamarkaðsláns til Stím í janúar 2008. Lánið kom til vegna þess að félagið var búið að skuldbinda sig til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group og varð að greiða fyrir hlutinn. Lárus sagði að í raun hefði ekki verið annað í stöðunni en að lána félaginu þar sem Kaupþing, sem sá um hlutafjárútboðið, hefði annars átt kröfu á Stím um að borga fyrir hlutabréfin. Slík krafa hefði sett félagið, sem Glitnir hafði forræði yfir, í upplausn.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06
Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25