Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða verða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. mynd/fiskeldi Austfjarða Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira