Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2015 12:19 Frá björgunarstarfi í gær. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði í gær voru báðir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugskóla Íslands en þar kemur fram að tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Samkvæmt flugáætlun var áætlaður brottfarartími vélarinnar kl. 13:45. Hún fór í loftið um kl. 14 og áætlað var að lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 14:30. Flugskólinn segir flugmennina hafa verið í samskiptum við flugumferðarstjórn í Reykjavík. Byrjuðu þeir á að taka nokkrar snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli og fóru svo á hefðbundið æfingasvæði suður af Hafnarfirði. Neyðarsendir fer svo í gang og þá hóf flugumferðarstjórn í Reykjavík strax að reyna að ná sambandi við vélina. Þegar ekkert svar berst frá flugvélinni var björgunarlið kallað út. Flugskóla Íslands var tilkynnt um óvissuástand af flugumferðarstjórn og að ekki næðist samband við flugvélina. Í kjölfar þess var viðbragðsáætlun skólans vegna flugslysa virkjuð. Flugvélin var ein af fimm samskonar vélum sem Flugskólinn rekur. Ein þeirra hefur verið í rekstri hjá skólanum frá því í febrúar 2014, tvær voru teknar í notkun í ágúst síðastliðnum og tvær nú í nóvember. Vélin sem brotlenti var önnur þeirra. Þessi tegund flugvéla hefur verið í notkun frá árinu 2004 og eru þær í rekstri víða um heim. Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir slyssins. Er hugur allra er hjá aðstandendum flugmannanna, að því er fram kemur í tilkynningunni en öllu skólastarfi Tækniskólans hefur verið aflýst í dag. Öll flugkennsla á vegum Flugskóla Íslands fellur auk þess niður fram yfir helgi af virðingu við hina látnu og aðstandendur þeirra. Þá hefur Flugskólinn kallað starfsmenn og nemendur skólans saman í samstarfi við Rauða kross Íslands síðar í dag. Þar verður þeim veittur stuðningur og upplýsingar. Enn fremur hefur skólinn boðað til opinnar samverustundar í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Upplýsingar um vélina: Tegund: Tecnam P2002JF Gerð: 2 sæta Einkennisstafir: TF-IFC Skráningarnúmer: 1126 Árgerð: 2015 Raðnúmer: 265 Tekin í notkun: 6.11.2015 Tegund hreyfils: ROTAX 912 S2 Síðasta skoðun: Tekin inn ný í nóvember 2015 Heildarflugtími flugvélar: 16,2 tímar Eigandi: Flugtak ehf. Umráðandi og rekstraraðili: Flugskóli Íslands ehf. Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði í gær voru báðir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugskóla Íslands en þar kemur fram að tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Samkvæmt flugáætlun var áætlaður brottfarartími vélarinnar kl. 13:45. Hún fór í loftið um kl. 14 og áætlað var að lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 14:30. Flugskólinn segir flugmennina hafa verið í samskiptum við flugumferðarstjórn í Reykjavík. Byrjuðu þeir á að taka nokkrar snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli og fóru svo á hefðbundið æfingasvæði suður af Hafnarfirði. Neyðarsendir fer svo í gang og þá hóf flugumferðarstjórn í Reykjavík strax að reyna að ná sambandi við vélina. Þegar ekkert svar berst frá flugvélinni var björgunarlið kallað út. Flugskóla Íslands var tilkynnt um óvissuástand af flugumferðarstjórn og að ekki næðist samband við flugvélina. Í kjölfar þess var viðbragðsáætlun skólans vegna flugslysa virkjuð. Flugvélin var ein af fimm samskonar vélum sem Flugskólinn rekur. Ein þeirra hefur verið í rekstri hjá skólanum frá því í febrúar 2014, tvær voru teknar í notkun í ágúst síðastliðnum og tvær nú í nóvember. Vélin sem brotlenti var önnur þeirra. Þessi tegund flugvéla hefur verið í notkun frá árinu 2004 og eru þær í rekstri víða um heim. Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir slyssins. Er hugur allra er hjá aðstandendum flugmannanna, að því er fram kemur í tilkynningunni en öllu skólastarfi Tækniskólans hefur verið aflýst í dag. Öll flugkennsla á vegum Flugskóla Íslands fellur auk þess niður fram yfir helgi af virðingu við hina látnu og aðstandendur þeirra. Þá hefur Flugskólinn kallað starfsmenn og nemendur skólans saman í samstarfi við Rauða kross Íslands síðar í dag. Þar verður þeim veittur stuðningur og upplýsingar. Enn fremur hefur skólinn boðað til opinnar samverustundar í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Upplýsingar um vélina: Tegund: Tecnam P2002JF Gerð: 2 sæta Einkennisstafir: TF-IFC Skráningarnúmer: 1126 Árgerð: 2015 Raðnúmer: 265 Tekin í notkun: 6.11.2015 Tegund hreyfils: ROTAX 912 S2 Síðasta skoðun: Tekin inn ný í nóvember 2015 Heildarflugtími flugvélar: 16,2 tímar Eigandi: Flugtak ehf. Umráðandi og rekstraraðili: Flugskóli Íslands ehf.
Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46