Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm „Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10
Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07