Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm „Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10
Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07