Innlent

Byrja að dæla úr Perlu á mánudaginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Perla liggur á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð.
Perla liggur á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð. Vísir/Egill
Stefnt er að því að hefja dælingu úr Perlu á ný á hádegi næstkomandi mánudag en skipið situr nú á botni Gömlu hafnarinnar við Ægisgarð í Reykjavík. Þetta var ákveðið á fundi í dag með fulltrúum Björgunar, tryggingafélagi og ráðgjöfum þar sem farið var yfir drög að aðgerðaráætlun vegna skipsins.

Í tilkynningu kemur fram að í vikunni hafi verið unnið að því að létta framskipið um 15 tonn með því að fjarlægja akkeri, akkeriskeðjur, mastur og dælurör. Þá fundust nokkrir lekar við skoðun en þeir hafa verið þéttir.

Þá eru nú til reiðu dælur sem hafa tvöfalda afkastagetu á við þær dælur sem áður voru notaðar auk þess hefur nokkur tími farið í að reikna út áhrif aðgerða á stöðugleika skipsins þegar því verður lyft af botni.

„Gert verður ráð fyrir að nýta ekjubrú í eigu Faxaflóahafna sf. til stuðnings Perlunni, dráttarbáta hafnarinnar og í undirbúningi er að rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson muni verða einnig til aðstoðar.  

Sem fyrr liggur Perlan stöðug á botni hafnarinnar og ekki yfirvofandi hætta á mengun vegna olíu og glussa sem eru um borð í skipinu - en áfram verður fylgst með stöðu þeirra mála.

Sem fyrr hefur verið nefnt er aðgerð sem þessi flókin og vandasöm þannig að frekari aðgerðir verða háðar því að veðurspá gangi eftir og að undirbúningi ljúki fyrir tilsettan tíma,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Reyna að létta Perlu

Unnið er að því að létta sanddæluskipið Perlu að framan svo hægt verði að hefjast handa við að ná því upp af botni Reykjavíkurhafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×