Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP ingvar haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 16:00 Hlutafjáraukninguna á að nýta í þróun á tölvuleikjum á sviði sýndarveruleika. ccp Leggja á tæplega fjóra milljarða króna, þrjátíu milljónir dollara, af nýju hlutafé í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Þetta var tilkynnt á hluthafafundi CCP síðdegis í dag. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates (NEA), sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.Hyggja á sókn í sýndarveruleikaheimumFjárfestingin á að efla starfsemi félagsins á sýndarveruleika sem hyggur á stórsókn á því sviði. Á næstu átta mánuðum hyggst félagið gefa út tvo slíka leiki. Leikurinn Gunjack sem hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai mun koma út fyrir Gear VR búnað Samsung þann 20. nóvember. Þá mun EVE Valkyrie koma út næsta vor fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á von á því að félagið skili hagnaði á þessu ári.vísir/ernir„Það er okkar trú að sýndarveruleiki muni ekki aðeins umbylta tölvuleikjum og gerð þeirra, heldur tækniiðnaðinum í heild sinni. Við vorum með í þessari þróun frá byrjun, og þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Eftir hlutafjáraukninguna á CCP um 7,5 milljarða í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins. Búast við að skila hagnaði á árinuHilmar Veigar býst við að félagið skili hagnaði á þessu ári eftir tæplega níu milljarða tap í fyrra. Tapið skýriðist að stórum hluta af afskriftum óefnislegra eigna, sérstaklega ákvörðun félagsins um að hætta þróun leiksins World of Darkness sem hafði verið í þróun frá árinu 2006. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði,“ segir Hilmar. NEA mun eiga fulltrúa í stjórnSamhliða hlutafjáraukningunni mun Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, taka sæti í stjórn fyrirtækisins og annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, verða varamaður í stjórn. Weller segir félagið hafa fylgst með starfsemi CCP um nokkurt skeið. „Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,” segir Weller í tilkynningu. NEA er risavaxinn að stærð, eignir hans eru metnar á rúma 17 milljarða bandaríkjadala, ríflega 2.200 milljarðar íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum, meðal annars í hátæknifyrirtækjum og heilsugæslu. Ítarlegt viðtal við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á morgun. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Leggja á tæplega fjóra milljarða króna, þrjátíu milljónir dollara, af nýju hlutafé í tölvuleikjafyrirtækið CCP. Þetta var tilkynnt á hluthafafundi CCP síðdegis í dag. Að baki fjárfestingunni standa einn stærsti framtakssjóður heims, New Enterprise Associates (NEA), sem leiðir fjárfestinguna, og Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.Hyggja á sókn í sýndarveruleikaheimumFjárfestingin á að efla starfsemi félagsins á sýndarveruleika sem hyggur á stórsókn á því sviði. Á næstu átta mánuðum hyggst félagið gefa út tvo slíka leiki. Leikurinn Gunjack sem hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai mun koma út fyrir Gear VR búnað Samsung þann 20. nóvember. Þá mun EVE Valkyrie koma út næsta vor fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á von á því að félagið skili hagnaði á þessu ári.vísir/ernir„Það er okkar trú að sýndarveruleiki muni ekki aðeins umbylta tölvuleikjum og gerð þeirra, heldur tækniiðnaðinum í heild sinni. Við vorum með í þessari þróun frá byrjun, og þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Eftir hlutafjáraukninguna á CCP um 7,5 milljarða í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins. Búast við að skila hagnaði á árinuHilmar Veigar býst við að félagið skili hagnaði á þessu ári eftir tæplega níu milljarða tap í fyrra. Tapið skýriðist að stórum hluta af afskriftum óefnislegra eigna, sérstaklega ákvörðun félagsins um að hætta þróun leiksins World of Darkness sem hafði verið í þróun frá árinu 2006. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði,“ segir Hilmar. NEA mun eiga fulltrúa í stjórnSamhliða hlutafjáraukningunni mun Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, taka sæti í stjórn fyrirtækisins og annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, verða varamaður í stjórn. Weller segir félagið hafa fylgst með starfsemi CCP um nokkurt skeið. „Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,” segir Weller í tilkynningu. NEA er risavaxinn að stærð, eignir hans eru metnar á rúma 17 milljarða bandaríkjadala, ríflega 2.200 milljarðar íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum, meðal annars í hátæknifyrirtækjum og heilsugæslu. Ítarlegt viðtal við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, mun birtast í Fréttablaðinu og Vísi á morgun.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira