Erlent

ISIS-liðar segjast munu ráðast á Rússland „innan skamms“

Atli Ísleifsson skrifar
Í myndbandinu segir að brátt muni „blóð renna líkt og haf“.
Í myndbandinu segir að brátt muni „blóð renna líkt og haf“. Vísir/AFP
Liðsmenn ISIS hafa birt nýtt myndband þar sem verið er að hóta að árásir verði gerðar í Rússlandi „innan skamms“.

Reuters greinir frá því að í myndbandinu segi að brátt muni „blóð renna líkt og haf“, en ISIS hefur áður kallað eftir að árásir verði gerðar í Rússlandi og Bandaríkjunum vegna loftárása þeirra á skotmörk ISIS í Sýrlandi.

Leyniþjónustur Vesturveldanna gruna liðsmenn ISIS um að hafa komið fyrir sprengju í rússneskri farþegaflugvél sem hrapaði á Sinai-skaga í Egyptalandi fyrir tveimur vikum.


Tengdar fréttir

Bretar hætta flugi yfir Sínaí

Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×