Innlent

Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars

Atli Ísleifsson skrifar
Jonas Gahr Støre og Ólafur Ragnar Grímsson.
Jonas Gahr Støre og Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/EPA/Vilhelm
Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, óttast að Norðmenn séu að missa frumkvæðið í málefnum norðurslóða.

Tíu ár eru nú liðin frá því að Støre, sem þá gegndi embætti utanríkisráðherra, hratt af stað umfangsmikilli norðurslóðastefnu norskra stjórnvalda.

Í frétt NRK kemur fram að Støre segist hafa áhyggjur af því að nú sé það norðurslóðaráðstefnan Arctic Circle, með Ólaf Ragnar Grímsson forseta í fararbroddi, sem leiði umræðuna um málefni norðurslóða.

Ráðstefnan var haldin í þriðja sinn, dagana 15. til 17. október síðastliðinn, og var Francois Hollande Frakklandsforseti á meðal gesta og ræðumanna.

Á fundi með starfsfólki og nemendum Háskólans í Tromsø fyrr í vikunni spurði Støre hvers vegna stæði á því að Frakklandsforseti hafi farið Reykjavíkur en ekki Tromsø, til að ræða málefni norðurslóða.


Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor

Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×