Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 14:15 Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann. mynd/loftmyndir.is Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja. Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja.
Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15