"Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki“ ingvar haraldsson skrifar 11. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri efast um að nýtt bankahrun sé í uppsiglingu. vísir/anton brink „Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira