Tæplega fertugur brasilískur ríkisborgari hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur kílóum af kókaíni ætluðu til sölu hér á landi. Maðurinn var handtekinn við komu til landsins frá Amsterdam í ágúst, þá með kókaínið falið í farangri sínum.
Að því er segir í ákæru gegn manninum er unnt að framleiða um 3,4 kíló af efni úr því 1,8 kílói af kókaíni sem fannst í farangri mannsins, miðað við 29 prósent styrkleika. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu, kostar gramm af kókaíni nú um átján þúsund krónur hér á landi sem gerir „götuverð“ efnisins sem maðurinn var með um 61 og hálfa milljón króna.
Mál verður höfðað gegn manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Haukar
Galychanka Lviv