Opnari samfélagsumræða vegna árásarinnar í Útey Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 20:43 Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Sjá meira
Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Sjá meira