Erlent

Þrír létu lífið og níu særðust

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn gafst upp eftir rúmlega fimm tíma umsátur.
Árásarmaðurinn gafst upp eftir rúmlega fimm tíma umsátur. Vísir/Getty

Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. Árásin átti sér stað í Colorado Springs í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem liggja í valnum er einn lögreglumaður, en árásarmaðurinn gafst upp að endingu eftir rúmlega fimm tíma umsátur.

Á meðan á umsátrinu stóð skipti árásarmaðurinn nokkrum sinnum á skotum við lögreglu og var hann sagður vera vopnaður árásarriffli. Þeir níu sem særðust eru sagðir í góðu ásigkomulagi. Um er að ræða fimm lögregluþjóna og fjóra borgara.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er ekki vitað hvers vegna Rober Lewis Dear gerði árás á heilsugæslustöðina. Lögreglan króaði hann af þar inni á meðan þeir komu fólki sem sat fast til hjálpar.

Grunur lék á að maðurinn hefði komið sprengjum fyrir á heilsugæslunni, en það hefur ekki fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×