Félagslegt heilbrigðiskerfi og einkavæðingin Rúnar Vilhjálmsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar