Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Mótmælandi kastar grjóti í áttina að tyrkneska sendiráðinu í Moskvu. Nordicphotos/AFP Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira