Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Mótmælandi kastar grjóti í áttina að tyrkneska sendiráðinu í Moskvu. Nordicphotos/AFP Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Rússar hyggjast flytja öflug og háþróuð loftvarnarkerfi til Sýrlands, til að verjast frekari árásum á rússneskar herþotur. Þá ætla Rússar einnig að senda herskip til Miðjarðarhafsins í sama tilgangi. Þetta eru viðbrögð Rússa við því sem gerðist á þriðjudag, þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem var að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir hætt við því að fleiri atvik af svipuðu tagi geti orðið á næstunni: „Ef það gerist, þá verðum við að geta brugðist við,“ sagði Pútín við blaðamenn í gær. Leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt bæði Rússa og Tyrki til að láta ástandið ekki fara úr böndunum. Ahmet Davatoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki alls ekki hafa neinn áhuga á að slíta stjórnmálasambandi við Moskvu. Þvert á móti, því Rússland væri „vinur okkar og nágranni“. Tyrkjum og Rússum ber reyndar engan veginn saman um það sem gerðist. Tyrkir segjast ítrekað hafa varað rússneskar herþotur við því að rjúfa tyrkneska lofthelgi, en Rússar segjast aldrei hafa farið inn fyrir lofthelgina.Rússneskar herþotur af gerðinni Su-24, eins og sú sem skotin var niður.Nordicphotos/AFPTveir flugmenn rússnesku herþotunnar skutu sér út í fallhlíf. Uppreisnarsveitir Túrkmena í Sýrlandi hafa viðurkennt að hafa skotið á mennina meðan þeir voru á leið til jarðar í fallhlífunum. Rússar segja annan þeirra hafa látið lífið en hinn er kominn til Rússlands og ræddi við blaðamenn í gær. Flugmaðurinn neitar því að hafa fengið viðvaranir frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Á korti yfir flug rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir hafa sjálfir lagt fram, sést að hún var einungis í sautján sekúndur innan tyrknesku lofthelginnar. Þá sést einnig á kortinu að þotan hafi verið á flugi yfir tæplega þriggja kílómetra breiða landspildu sem tilheyrir Tyrklandi en teygir sig inn í Sýrland. Á undanförnum misserum hafa rússneskar herþotur satt að segja ítrekað rofið lofthelgi Evrópulanda. Algengast eru atvik af þessu tagi í Eystrasaltinu og í Svartahafi. Tyrkir segjast ítrekað hafa kallað sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla slíkum atvikum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira