Erlent

Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tíma.
Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tíma. Vísir/EPA
Rússneski aðstoðarflugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél hans var skotin niður af Tyrkjum í gær, segir enga viðvörun hafa borist. Tyrkir segjast hafa varað flugmenn vélarinnar tíu sinnum við á fimm mínútum um að þeir væru að fljúga inn í lofthelgi Tyrklands áður en vélin var skotin niður.

Konstantin Muakhtin segir þar að auki að þeir hafi verið á flugi yfir Sýrlandi og hafi ekki rofið lofthelgi Tyrklands. Honum var bjargað af meðlimum sýrlenska hersins eftir að hafa verið á flótta í um tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt BBC var viðtal við Muakhtin birt í sjónvarpi í Rússlandi á þriðja tímanum í dag.

Sjá einnig: Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“

Sá sem flaug vélinni var særður þegar hann sveif til jarðar í fallhlíf og er sagður hafa verið myrtur eftir að hann lenti. Ekki er vitað hvar lík hans er nú niðurkomið. Atvikið hefur ollið mikilli spennu á milli Tyrklands og Rússlands.


Tengdar fréttir

Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð

Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×