Flugmenn herþotunnar í gær voru tveir og var annar skotinn til bana af uppreisnarmönnum í fallhlíf sinni á leið til jarðar en hinn er talinn vera í haldi vígamanna.

Sjá einnig: Rússnesku flugmennirnir skotnir á leið til jarðar í fallhlífum
Þá segja Rússar að Tyrkir hafi ekki reynt að ná sambandi við flugmenn vélarinnar áður en þeir skutu á hana.
Tvær þyrlur voru notaðar til leitarinnar í gær, en lenda þurfti annarri eftir að skotið var á hana frá jörðu. Um er að ræða þyrluna sem landgönguliðinn sem lést var í. Uppreisnarhópurinn Free Syrian Army birti í gær myndband af því þegar þeir notuðu Bandarískt TOW flugskeyti til að sprengja þyrluna í loft upp.