Rússnesku flugmennirnir skotnir á leið til jarðar í fallhlífum Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Þeir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Tyrklandi fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins. Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins.
Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira