Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 19:30 Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörghundruð milljarða króna næstu 20 ár er í húfi. Kjaradeila starfsmanna og Rio Tinto Alcan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Forsvarsmenn álversins hafa gefið til kynna að stöðvist reksturinn sé óvíst að hann hefjist að nýju. En ekki er víst að Rio Tinto Alcan yrði þar með laust allra mála gagnvart Landsvirkjun því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Vart er hægt að taka hótanir Rio Tinto Alcan um að loka álverinu alvarlega nema ef ráðamenn þess telji sig hafa einhverja forsendu til að losna undan skyldum orkusamningsins. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör fengum við í dag frá ráðamönnum Landsvirkjunar. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið, - á þessu stigi. Það virðist þó ljóst að samningurinn felur í sér kaupskyldu Rio Tinto Alcan með bakábyrgð móðurfélagsins. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, áætlaði nýlega að kaupskyldan næmi um þremur terawattstundum á ári út samningstímann. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem losar aðila undan skyldum sínum vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða. Það virðist þó óvíst hvort Rio Tinto geti beitt þessu ákvæði verði stórfellt tjón vegna verkfalls. Einn viðmælandi taldi það ekki eiga við þar sem Rio Tinto væri aðili vinnudeilunnar. Annar benti á að við svipaðar kringumstæður í vinnudeilu árið 1988 hefði verið haft eftir þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni, að samkvæmt rammasamningi álversins og Landsvirkjunar væru vinnudeilur taldar til óviðráðanlegra orsaka rekstrarstöðvunar og ÍSAL væri þá ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað. Þegar horft er til þess að 21 ár er eftir af raforkusamningnum, sem sennilega skilar um þrettán milljarða króna tekjum í ár, má glöggt sjá hve gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Landsvirkjun; framtíðartekjur sem gætu nálgast 300 milljarða króna. Komi til lokunar álversins má ætla að það geti komið í hlut dómstóla að skera úr um hvoru megin sá skellur lendir; hjá Landsvirkjun eða hjá Rio Tinto Alcan. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörghundruð milljarða króna næstu 20 ár er í húfi. Kjaradeila starfsmanna og Rio Tinto Alcan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Forsvarsmenn álversins hafa gefið til kynna að stöðvist reksturinn sé óvíst að hann hefjist að nýju. En ekki er víst að Rio Tinto Alcan yrði þar með laust allra mála gagnvart Landsvirkjun því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Vart er hægt að taka hótanir Rio Tinto Alcan um að loka álverinu alvarlega nema ef ráðamenn þess telji sig hafa einhverja forsendu til að losna undan skyldum orkusamningsins. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör fengum við í dag frá ráðamönnum Landsvirkjunar. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið, - á þessu stigi. Það virðist þó ljóst að samningurinn felur í sér kaupskyldu Rio Tinto Alcan með bakábyrgð móðurfélagsins. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, áætlaði nýlega að kaupskyldan næmi um þremur terawattstundum á ári út samningstímann. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem losar aðila undan skyldum sínum vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða. Það virðist þó óvíst hvort Rio Tinto geti beitt þessu ákvæði verði stórfellt tjón vegna verkfalls. Einn viðmælandi taldi það ekki eiga við þar sem Rio Tinto væri aðili vinnudeilunnar. Annar benti á að við svipaðar kringumstæður í vinnudeilu árið 1988 hefði verið haft eftir þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni, að samkvæmt rammasamningi álversins og Landsvirkjunar væru vinnudeilur taldar til óviðráðanlegra orsaka rekstrarstöðvunar og ÍSAL væri þá ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað. Þegar horft er til þess að 21 ár er eftir af raforkusamningnum, sem sennilega skilar um þrettán milljarða króna tekjum í ár, má glöggt sjá hve gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Landsvirkjun; framtíðartekjur sem gætu nálgast 300 milljarða króna. Komi til lokunar álversins má ætla að það geti komið í hlut dómstóla að skera úr um hvoru megin sá skellur lendir; hjá Landsvirkjun eða hjá Rio Tinto Alcan.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00