Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" Snærós Sindradóttir skrifar 20. nóvember 2015 19:21 Mennirnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins stóð. VÍSIR/Daníel Mál fimm manna sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir nauðgun í Breiðholti hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa allir samræði við sextán ára stúlku gegn hennar vilja en framburður þeirra þótti trúverðugur fyrir dómi. Móðir stúlkunnar, Lilja Björnsdóttir, hefur sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins sem fer í heild hér á eftir:Yfirlýsing frá móður brotaþolaAllir vita að kynlíf er eitt en nauðgun annað og á þetta tvennt ekkert sameiginlegt. Mig, móður brotaþola, langar að upplýsa alla um nokkrar staðreyndir vegna hópnauðgunar sem átti sér stað í Asparfelli í maí 2014. Gerendur voru fimm en brotaþoli einn. Þeir voru í dag sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og eðlilegt er að spyrja sig hvort þar hafi skipt máli að allir verjendur og tveir af þremur dómurum eru karlkyns.Að taka þátt í hópkynlífi er öllum frjálst ef allir eru því samþykkir og stofnað er til þess með vitund, vilja og samþykki allra er taka ætla þátt. Að ætla að einstaklingur sem er til staðar fyrir tilviljun sé tiltækur til að taka þátt í þannig leik án þess að vera í samráði við hann í upphafi eða skipuleggja þannig leik án vitundar þess einstaklings er fjarri því að vera í lagi og telst ekki vera kynlíf heldur nauðgun.Það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir dóttur mína að fást við þetta brot og auðveldast hefði verið fyrir hana, til skamms tíma, að sleppa því að leggja fram kæru eins og hún ætlaði sér fyrstu dagana á eftir brotið. Að ákveða að kæra svona brot er erfitt og dregur dilk á eftir sér. Öll fjölskylda brotaþola sem og vinir hennar og kunningjar verða fyrir gríðarlegu áfalli við þessar fréttir og til að mynda fékk amma hennar taugaáfall og endaði á bráðamóttöku í kjölfarið af því að við foreldrarnir þurftum að segja henni og afa hennar þessar hræðilegu fréttir. Að kæra nauðgun er ekki einfalt og við taka mjög erfiðar og nærgöngular skýrslutökur ásamt því að þurfa að horfa á myndband af verknaðinum í viðurvist lögreglu og réttargæslumanns og í tilviki dóttir minnar starfsmanns barnaverndar þar sem hún var einungis 16 ára þegar á henni var brotið. Að þurfa að horfa á sjálfa sig í þannig niðurlægjandi aðstæðum þar sem fimm drengir eru hlæjandi og flissandi að skemmta sér við að nauðga manni er gríðarlega erfitt og þarf sterka og heiðarlega persónu til að treysta sér til þess. Að leggja af stað í þá vegferð gerir maður ekki nema að hafa sannleikann með í för.Staðreyndin er sú að þessir drengir voru að svala fýsnum sínum á henni og skeyttu engu um hana. Enginn spurði hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Engar fallegar tilfinningar voru að verki einungis grímulaus greddan og eigingjarnt tillitsleysi gagnvart bjargarlausri manneskju. Skeytingarleysið var algjört og enginn var maður til að koma henni til hjálpar og stöðva verknaðinn.Ef það er einhver hér á landi sem efast um að glæpur hafi verið framinn þá þarf það að koma fram að engin unglingsstúlka undir áhrifum áfengis hefur samræði við 5 ókunnuga menn í einu af fúsum og frjálsum vilja. Það er ekki kynlíf, það er ofbeldi. Það ætti öllum sem ganga heilir til skógar að vera fullljóst. Þetta er ofbeldi af verstu sort og tími til kominn að koma því til skila til allra hér á landi að ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti. Þessu verður að fara að linna. Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða. Tengdar fréttir Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri, þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins. 13. júní 2015 12:00 „Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mál fimm manna sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir nauðgun í Breiðholti hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa allir samræði við sextán ára stúlku gegn hennar vilja en framburður þeirra þótti trúverðugur fyrir dómi. Móðir stúlkunnar, Lilja Björnsdóttir, hefur sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins sem fer í heild hér á eftir:Yfirlýsing frá móður brotaþolaAllir vita að kynlíf er eitt en nauðgun annað og á þetta tvennt ekkert sameiginlegt. Mig, móður brotaþola, langar að upplýsa alla um nokkrar staðreyndir vegna hópnauðgunar sem átti sér stað í Asparfelli í maí 2014. Gerendur voru fimm en brotaþoli einn. Þeir voru í dag sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og eðlilegt er að spyrja sig hvort þar hafi skipt máli að allir verjendur og tveir af þremur dómurum eru karlkyns.Að taka þátt í hópkynlífi er öllum frjálst ef allir eru því samþykkir og stofnað er til þess með vitund, vilja og samþykki allra er taka ætla þátt. Að ætla að einstaklingur sem er til staðar fyrir tilviljun sé tiltækur til að taka þátt í þannig leik án þess að vera í samráði við hann í upphafi eða skipuleggja þannig leik án vitundar þess einstaklings er fjarri því að vera í lagi og telst ekki vera kynlíf heldur nauðgun.Það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir dóttur mína að fást við þetta brot og auðveldast hefði verið fyrir hana, til skamms tíma, að sleppa því að leggja fram kæru eins og hún ætlaði sér fyrstu dagana á eftir brotið. Að ákveða að kæra svona brot er erfitt og dregur dilk á eftir sér. Öll fjölskylda brotaþola sem og vinir hennar og kunningjar verða fyrir gríðarlegu áfalli við þessar fréttir og til að mynda fékk amma hennar taugaáfall og endaði á bráðamóttöku í kjölfarið af því að við foreldrarnir þurftum að segja henni og afa hennar þessar hræðilegu fréttir. Að kæra nauðgun er ekki einfalt og við taka mjög erfiðar og nærgöngular skýrslutökur ásamt því að þurfa að horfa á myndband af verknaðinum í viðurvist lögreglu og réttargæslumanns og í tilviki dóttir minnar starfsmanns barnaverndar þar sem hún var einungis 16 ára þegar á henni var brotið. Að þurfa að horfa á sjálfa sig í þannig niðurlægjandi aðstæðum þar sem fimm drengir eru hlæjandi og flissandi að skemmta sér við að nauðga manni er gríðarlega erfitt og þarf sterka og heiðarlega persónu til að treysta sér til þess. Að leggja af stað í þá vegferð gerir maður ekki nema að hafa sannleikann með í för.Staðreyndin er sú að þessir drengir voru að svala fýsnum sínum á henni og skeyttu engu um hana. Enginn spurði hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Engar fallegar tilfinningar voru að verki einungis grímulaus greddan og eigingjarnt tillitsleysi gagnvart bjargarlausri manneskju. Skeytingarleysið var algjört og enginn var maður til að koma henni til hjálpar og stöðva verknaðinn.Ef það er einhver hér á landi sem efast um að glæpur hafi verið framinn þá þarf það að koma fram að engin unglingsstúlka undir áhrifum áfengis hefur samræði við 5 ókunnuga menn í einu af fúsum og frjálsum vilja. Það er ekki kynlíf, það er ofbeldi. Það ætti öllum sem ganga heilir til skógar að vera fullljóst. Þetta er ofbeldi af verstu sort og tími til kominn að koma því til skila til allra hér á landi að ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti. Þessu verður að fara að linna. Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða.
Tengdar fréttir Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri, þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins. 13. júní 2015 12:00 „Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri, þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins. 13. júní 2015 12:00
„Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15